Menu-2

Símenntun

Þekkingarnet Þingeyinga hefur skilgreindu hlutverki að gegna á sviði símenntunar í Þingeyjarsýslu. Þekkingarnetið er nú ein af 11 símenntunarmiðstöðvum á landinu sem starfa við framhaldsfræðslu á grunni laga nr. 27/2010 samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk Þekkingarnetsins á þessu sviði er að efla menntunarmöguleika í Þingeyjarsýslum. Þetta er gert með því að bjóða upp á námskeið tengd atvinnulífi og tómstundum og hafa milligöngu um fjarnámsframboð í héraðinu í samráði við skóla á viðkomandi skólastigum. Þekkingarnetið sinnir einnig námsráðgjöf og stuðningi við námsfólk og fólk sem hyggur á nám. Þekkingarnetið vinnur jafnframt með fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum við mótun símenntunarstefnu þeirra og framkvæmd stefnunnar. Í símenntunarstarfi Þekkingarnetsins er sérstök áhersla lögð á að veita einstaklingum á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki eða búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttökuviðeigandi námstækifæri.

Námsframboð:

Námskeið – styttri

Námsleiðir – lengri 

 

(Meiri upplýsingar um símenntunarstarf Þekkingarnets Þingeyinga í felliglugganum “Símenntun”)

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130