Menu-2

Rannsóknir

Frá stofnun Þekkingarnets Þingeyinga hefur það verið eitt af markmiðum stofnunarinnar að skapa miðstöð rannsókna fyrir Þingeyjarsýslur. Rannsóknasvið stofnunarinnar hefur nú tekið þátt í og framkvæmt ýmsar rannsóknir á svæðinu, sem vinna að því að styrkja svæðið og draga fram helstu einkenni þess. Nógur efniviður er til rannsókna og nauðsynlegt að fylgjast með félagslegum, efnahagslegum og lýðfræðilegum breytingum sem samfélagið glímir við á hverjum degi, þó vissulega séu alltaf einhver sérkenni á hverju svæði fyrir sig sem taka þarf tillit til.

Rannsóknasvið Þekkingarnetsins tekur að sér rannsóknir, kannanir og skýrslugerðir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Þar er bæði verið að fullvinna rannsóknir/kannanir og að taka þátt í þeim ásamt öðrum aðilum. Þá er einnig möguleiki að veita ráðgjöf við gerð rannsókna. Rannsóknasviðið er því nokkuð fjölþætt en það tekur meðal annars til:

  • Gerð spurningakannana
  • Útsendingu á könnunum
  • Einfaldar netkannanir
  • Úrvinnsla upplýsinga og lokafrágangur verkefna
  • Útreikningar tölfræðilegra upplýsinga
  • Viðtalsrannsóknir/úrvinnsla viðtala
  • Kynning á niðurstöðum rannsókna/verkefna
  • Útgáfa efnis (í samstarfi við prentstofu)

Auk þessa hefur Þekkingarnetið tekið að sér prófarkalestur og aðstoð við lokafrágang á skýrslum, rannsóknum eða öðrum verkefnum sem til okkar berast. Frekari upplýsinga má leita hjá forstöðumanni, Óla Halldórssyni, oli@hac.is eða Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur verkefnastjóra, greta@hac.is sem hefur umsjón með verkefnum á rannsóknasviði.

Á heimasíðunni er að finna Útgefið efni og þar má nálgast flestar þær rannsóknir sem stofnunin hefur gefið út. http://www.hac.is/utgefid-efni/

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130