Menu-2

Jóganámskeiði Miðjunnar lokið

Þekkingarnet Þingeyinga stendur fyrir samstarfi við Fjölmennt um að bjóða Miðjunni á Húsavík og skjólstæðingum þeirra upp á ýmis námskeið yfir vetrartímann. Síðasta mánudag lauk vorönninni en Huld Hafliðadóttir hefur verið að kenna Miðjunni undirstöðuatriði jógaiðkunar. Þegar yfir lauk voru þátttakendur farnir að ná prýðistökum á þeim stellingum og æfingum sem búið var að kenna […]

Meira

Vel heppnaðri jarðskjálftaráðstefnu lokið

Nú fyrr í dag lauk jarðskjálftaráðstefnu Þekkingarnets Þingeyinga í Framsýnarsalnum á Húsavík. Ráðstefnan byrjaði á fimmtudagsmorgun en dagskráin var þétt allt til loka. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir og skemmtilegar umræður kviknuðu út frá þeim en 65 fræðimenn sátu ráðstefnuna þegar mest var. Gestir voru ánægðir með hvernig allt gekk fyrir sig en yfirbragð ráðstefnunnar […]

Meira

Jarðskjálftaráðstefnan hafin – Opið hús í kvöld

Í morgun hófst alþjóðleg jarðskjálftaráðstefna á Húsavík en þar er saman kominn fjöldi innlendra sem erlendra fræðimanna. Þekkingarnet  Þingeyinga sá um skipulag ráðstefnunnar og í kvöld er opið hús í Þekkingarsetrinu kl. 18.20 þar sem hægt er að spyrja nokkra fræðimenn og fulltrúa almannavarna spjörunum úr. Hvetjum alla til að mæta og kynna sér málið.

Meira

Alþjóðlegur bragur á Þekkingarsetrinu

Segja má að það sé alþjóðegur bragur yfir starfsemi Þekkingarsetursins þessa dagana. Rannsóknasetur Háskóla Íslands hefur nú fengið góða gesti víða að til rannsóknaverkefna sumarsins. Þannig er japanskur hópur vísindamanna að rannsaka hvali á Skjálfanda í samstarfi við Marianne H. Rasmussen og hennar fólk hjá Háskólasetrinu.  Einnig hafa komið til verkefna til skemmri og lengri tíma […]

Meira

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130