Menu-2

Pizzurnar tilbúnar í ofninn.

Hveitikímið komið til Þórshafnar!

Október er sannkallaður hveitikímmánuður en hvorki meira né minna en fjögur hveitikímnámskeið eru í boði á svæðinu. Þórshafnarbúar og nágrannar riðu á vaðið í gærkvöldi og lærðu allt um þessa ofurfæðu sem er víst með því hollari sem fyrirfinnst. Hveitikímið inniheldur hvorki meira né minna en 23 næringarefni og er magn næringarefna í hverju grammi […]

Meira

Veturinn fer vel af stað

Mikið líf hefur verið á símenntunarsviði síðustu vikurnar eftir að lengri námsleiðir haustsins fóru af stað í um miðjan september. Skrifstofuskólinn er kenndur þrisvar í viku og leikskólanámið okkar tvisvar sinnum í viku, en samtals eru um 17 nemendur í þessum tveimur námsleiðum. Kennslan fer öll fram í húsnæði okkar við Hafnarstéttina á Húsavík og […]

Meira

Auðlindagarður við Öxarfjörð

Það eru góð skilyrði til grænmetisræktunar í Öxarfirði samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hugrúnar Lísu Heimisdóttir sem hún vann hjá Þekkingarnetinu sumarið 2012. Þar mætti til dæmis rækta fjölda tegunda ávaxta og grænmetis sem eingöngu eru innflutt í dag. Efnismikil skýrsla hefur nú litið dagsins ljós þar sem finna má niðurstöður af þessari vinnu. Heildarmarkmið verkefnisins var að […]

Meira

Verkefna-stjórnunarnámskeið 14. og 15. okt. Laus sæti.

Vegna óviðráðanlegra orsaka varð að fresta verkefnastjórnunarnámskeiðinu sem fyrirhugað var að halda í september. En núna hefur verið ákveðið að halda það 14. og 15. október, kl. 09:00-16:00 báða dagana. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Svavar Viðarsson og hefur hann víðtæka reynslu í stjórnun verkefna, s.s. Grundfos A/s, Coca-cola, Jysk Nordic, Lego o.f.l. Svavar kom til […]

Meira

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130