Menu-2

Góð þátttaka á námskeiði

Þriðjudaginn 20. nóvember var haldið námskeið um álag, streitu og kulnun sem fór fram í Framsýn. Þekkingarnet Þingeyinga og Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum buðu frítt á námskeiðið sem stóð yfir í nokkra klukkutíma og var þátttakan mjög góð.

Eyþór Eðvarðsson sá um námskeiðið og kenndi þátttakendum leiðir til að koma auga á mismunandi einkenni streitu og ráð til að takast á við streituna. Einnig var fjallað um ástæður streitu og kulnunar hjá fólki og hvaða áhrif það getur haft á líf þeirra.

 

ggg

Til baka

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130