Menu-2

Lærðu réttu taktana fyrir Slægjuballið

 

Í yfir 120 ár hafa Mývetningar haldið fyrsta vetrardag hátíðlegan. Það hefur skapast sá siður að slá til veislu í félagsheimilinu Skjólbrekku sem kallast Slægjufundur. Þar mæta allir ungir sem aldnir með brauð, kökur og kruðerí á sameiginlegt hlaðborð, haldnar eru ræður, sungið, drukkið kaffi og boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og leiki fyrir börnin. Um kvöldið er svo haldið Slægjuball sem er þekkt um nærliggjandi sveitir fyrir mikið fjör og stuð á dansgólfinu.

 

Nú stendur einmitt yfir dansnámskeið á vegum Þekkingarnetsins þar sem fólki er boðið upp á kennslu til þess að auka hæfni sína á dansgólfinu. Dansað verður mánudagskvöld, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld. Kennari er Anna Breiðfjörð. Enn eru laus pláss á námskeiðið og hægt er að skrá sig á netfangið ditta@hac.is

daNS

Til baka

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130