Menu-2

Fríða frænka hættir

Fríða

Hólmfríður Halldórsdóttir eða Fríða frænka eins og hún er alltaf kölluð innan veggja Þekkingarnets Þingeyinga hefur undanfarin ár verið starfsmaður okkar á Kópaskeri. Fríða stekkur í öll verk, alveg sama hvað það er og hefur verið magnaður samstarfsfélagi. Hún hefur haft umsjón með prófum sem tekin eru á Kópaskeri, einnig hefur hún komið að öllum þeim námskeiðum sem við höfum haldið á Kópaskeri.

Við eigum eftir að sakna Fríðu frænku. Við óskum við henni alls hins besta í framtíðinni um leið og við þökkum kærlega fyrir frábært samstarf.

Til baka

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130