Menu-2

Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Norðausturlands

Þriðjudaginn 21. maí verður ársfundur Sjálfbærniverkefnis Norðausturlands haldinn á Fosshótel Húsavík. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar mun opna vef verkefnisins gaumur.is á ensku. Auk þess verða flutt áhugaverð erindi. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17.00

Meira

Dagskrá jarðskjálftaráðstefnu 21-24 maí

Nú styttist í stóru alþjóðlegu jarðskjálftaráðstefnuna Northquake 2019 sem haldin er á Húsavík dagana 21-24 maí. Fjöldi sérfræðinga eru þar með fyrirlestra og fróðleik en þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin á Húsavík. Dagskrána má finna hér en skráningar á ráðstefnuna eru á hac@hac.is eða í síma 464-5100.

Meira

Viðhald heimasíðu í gangi!

Þekkingarnetið vinnur um þessar mundir að uppfærslu heimasíðu sinnar. Af þeim ástæðum verða hnökrar á uppfærslum næstu dagana. Notendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Facebook síða stofnunarinnar birtir tilkynningar um það helsta sem er í gangi.

Meira

Breytingar á mannfjölda í Þingeyjarsýslum

Hagstofan birti í morgun mannfjöldatölur fyrir 1. janúar 2019. Þar má sjá nokkra fækkun á svæðinu en það má meðal annars rekja til minni byggingarframkvæmda á Bakka. Þingeyingar eru nú 5088 talsins, og ef frá er talið síðasta ár 2018, þá þarf að leita aftur til 2009 til að sjá tölu yfir 5 þúsund. Þekkingarnetið […]

Meira

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130