Menu-2

Námskeið – styttri

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um námskeiðin með því að smella á “+” sem er hægra megin við nafn námskeiðs.

Hundanámskeið með Heiðrúnu villu : Húsavík

Á námskeiðinu verður farið í almenna hlýðni og kenndar góðar skipanir sem henta vel í daglegu lífi hundsins innan- og utandyra. Farið verður í hælgöngu, bíða og niður skipun og ýmsa hlýðni kringum áreiti.
Skemmtilegt námskeið fyrir hunda og eigendur á öllum aldri.
Námskeiðið verður kennt á tveimur dögum, 2,5 klst. í hvort skipti.
Námskeiðið verður haldið utandyra.
Innifalið í námskeiðsverði er les- og myndefni, stuðningur frá leiðbeinanda eftir námskeiðið og þjálfunarprógram fyrir hvern og einn hund.
Heiðrún Villa, hundaþjálfari
14.900 kr.
Stefnt á að hefja námskeiðið seinnipartinn í júní. Þátttakendur verða látnir vita um dagsetningar þegar náðst hefur í hóp.
Allar frekari upplýsingar fást hjá:
hilmar@hac.is

Skráning

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142