Menu-2

Námskeið – styttri

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um námskeiðin með því að smella á “+” sem er hægra megin við nafn námskeiðs.

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Líkamsbeiting - umönnun ræsting eldhús

Sjúkraþjálfarar munu heimsækja allar starfsstöðvar HSN og fara yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu hjá þeim sem þess óska. Þátttakendur fá sendan fyrirlestur um líkamsbeitingu áður en heimsóknin á sér stað. Um er að ræða tvo hópa, kyrrseta og umönnun (undir umönnun fellur líka hópurinn sem vinnur við ræstingar, eldhús o.s.frv). Fjallað verður um:
Kyrrsetuvinnu
Einhæfni og álagsvinnu
Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
Vinnustellingar
Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann
Leiðbeinandi: Hrefna Regína Gunnarsdóttir.
Tími: 2. vika maímánuðar.
Staður: Húsavík.

Skráning

Enska fyrir byrjendur : Enska fyrir ferðaþjónustubændur - Seigla Laugar

Hagnýtt enskunámskeið fyrir byrjendur, sérsniðið að þörfum ferðaþjónustubænda í Þingeyjarsveit. Aðaláherslan verður lögð á talmál og að þátttakendur nái tökum á grunnatriðum í ensku máli.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Anita Karin Guttesen
12.000 kr.
Hefst 18. apríl. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga / kl. 18:00 - 20:00.
Alls 6 skipti.

Skráning

Sushi : HSN Húsavík

Á námskeiðinu verðu kennd listin að útbúa sushi. Farið verður yfir hvernig á að
meðhöndla og sjóða hrísgrjónin og hvað þarf að hafa í huga við val á hráefni.
Þátttakendur læra að útbúa makirúllur og nigiri. Að lokum verður sushi borðað.
Námslok: Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Líkamsbeiting - kyrrsetuhópur

Sjúkraþjálfarar munu heimsækja allar starfsstöðvar HSN og fara yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu hjá þeim sem þess óska. Þátttakendur fá sendan fyrirlestur um líkamsbeitingu áður en heimsóknin á sér stað. Um er að ræða tvo hópa, kyrrseta og umönnun (undir umönnun fellur líka hópurinn sem vinnur við ræstingar, eldhús o.s.frv). Fjallað verður um:
Kyrrsetuvinnu
Einhæfni og álagsvinnu
Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
Vinnustellingar
Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann
Leiðbeinandi: Hrefna Regína Gunnarsdóttir.
Tími: 2. vika maímánuðar.
Staður: Húsavík.

Skráning

Vinnuvélanámskeið : Frumnámskeið fyrir minni vinnuvélar - Húsavík

Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:
· Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni - J flokkur
· Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) - I flokkur
· Körfukrana og steypudælur - D flokkur
· Valtara - L flokkur
· Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag - M flokkur
· Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu - P flokkur
Námskeiðið er 29 tímar og kennt á þremur dögum, 24., 25. og 26. apríl alla jafna frá kl. 08:30 - 16:00. Námskeiðinu lýkur með skriflegu krossaprófi. Krafist er 100% tímasóknar til að ljúka námskeiðinu.
16 ára aldurstakmark.
Verð: 43.000 kr

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Saga - skráning—skype-námskeið hópur 2

Saga - skráning—skype-námskeið:
Þetta námskeið er einungis ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Kynning á sjúkraskrárkerfinu Sögu. Farið verður yfir virkni kerfisins, upplýsingaleit, forsíðu sjúklings, samtengingar og nýjungar.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum og læknum á heilsugæslu.
Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir.
Tími og staður: Námskeiðin fara fram í gegnum skype.

Hópur 2: 12. maí 14:30-16:00.

Skráning

Vélgæsla : Húsavík

Að námskeiði loknu geta þátttakendur öðlast rétt til að vera vélaverðir á
fiskiskipum 12 m og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna,
en á skemmtibátum allt að 24 m skráningarlengd, samkvæmt reglugerð nr.
175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og
öðrum skipum. Hverjum námsþætti lýkur með prófi. Ljúki þátttakandi öllum
þáttum með fullnægjandi árangri skv. kröfum laga og reglugerða öðlast hann
réttindi til skírteinis Smáskipa vélavörður (SSV).
Kennslustaður: Þekkingarsetrið á Húsavík, Hafnarstétt 3.
Leiðbeinandi: Guðmundur Einarsson. Lengd: 80 kennslustundir.
Kennslutími: 18.- 24. maí kl. 9:00-16:00.
Námskeiðsgjald: 96.500 kr. Öll kennslugögn innifalin.
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Skráning

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142