Menu-2

Námskeið – styttri

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um námskeiðin með því að smella á “+” sem er hægra megin við nafn námskeiðs.

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Skype for Buisness

Á námskeiðinu verðu farið í helstu atriði varðandi notkun á samskiptaforritinu Skype for business.
Helstu áherlsu efni eru:
Skypefundir
Almenn notkun
Upptökur
Deila skjá

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson.
Tími: 8. mars kl. 12:30-13:30.
Staður: Þekkingarsetrið á Húsavík

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Líkamsbeiting - umönnun ræsting eldhús

Sjúkraþjálfarar munu heimsækja allar starfsstöðvar HSN og fara yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu hjá þeim sem þess óska. Þátttakendur fá sendan fyrirlestur um líkamsbeitingu áður en heimsóknin á sér stað. Um er að ræða tvo hópa, kyrrseta og umönnun (undir umönnun fellur líka hópurinn sem vinnur við ræstingar, eldhús o.s.frv). Fjallað verður um:
Kyrrsetuvinnu
Einhæfni og álagsvinnu
Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
Vinnustellingar
Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann
Leiðbeinandi: Hrefna Regína Gunnarsdóttir.
Tími: 2. vika maímánuðar.
Staður: Húsavík.

Skráning

Náttúruleg umhirða - án aukaefna : Seigla - Laugar

Lærðu að búa til þínar eigin snyrtivörur, án allra óæskilegra aukaefna og á einfaldan
hátt.
Farið verður yfir nokkur óæskileg efni sem eru notuð í flestum búðarkeyptum
snyrtivörum og hvaða skaðlegu áhrif þau kunna að hafa á heilsu fólks. Einnig verður fjallað um virkni nokkurra ilmkjarnaolía sem henta vel til gerðar heimatilbúinna
snyrtivara.
Þátttakendur munu gera sitt eigið tannkrem og svitalyktareyði á námskeiðinu.
Öll námskeiðsgögn eru innifalin ásamt uppskriftum til að gera heimilið
aukaefnalaust.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Eva Hlín Alfreðsdóttir
7.000 kr.
Fer af stað þegar náðst hefur í hóp.
Seigla

Skráning

Að vinna ull í fat : Svalbarð / Fræðasetur um forystufé

Svalbarð / Fræðasetur um forystufé
Námskeið í að vinna ull þar sem gömul vinnubrögð eru viðhöfð. Markmið
námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í að vinna ull í fat. Farið verður í að
taka ofan af, en þá er togið aðskilið frá þelinu, kemba ullina og spinna á rokk.
Þátttakendur fá leiðsögn í spuna á rokk og í lok námskeiðs eiga allir að vera orðnir
sjáfbjarga við spunann. Kennarar koma með rokka og efni. Boðið verður upp á
léttar veitingar í hádeginu.
Leiðbeinendur koma frá Ullarselinu sem er vettvangur handverks- og hannyrðafólks
á Vesturlandi með áherslu á tóvinnu úr úrvals ull.
Námskeiðið er 14 klst. langt og verður kennt á tveimur dögum um helgi.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Kristín Gunnarsdóttir og Rita Bach frá
Ullarselinu á Hvanneyri.
30.000 kr.
Dagsetning auglýst síðar

Skráning

Leirlistarnámskeið : Seigla - Laugar

Listasmiðjan á Laugum
Leirlistanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Kenndar grunnaðferðir í mótun leirs og farið í gegnum ferlið frá mótun til brennslu og glerjunar viðfangsefnisins. Unnið er með steinleir og þátttakendur vinna frjálst að nytjahlutum eða skúlptúrum. Námskeiðið telur 5 skipti, 3 tímar í senn frá 9-12 alla sunnudaga í mars og 2. apríl. Innifalið er leir, brennsla og glerungar.
Boðið upp á 2 skiptidaga ef þátttakendur komast ekki alla sunnudaga.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Anita Karin Guttesen
35.000 kr.
Hefst 4. mars / kl. 09:00 - 12:00

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Office 365—Sharepoint—One drive

Á þessu námskeiði verðu kennt á Office 365, skýjalausnina frá Microsoft.
Á námskeiðinu verða eftirtaldir þættir skoðaðir.
Office 365 almennt
OneDrive for business
Póstur
Video portall
Setis/Sharepoint
Delve
Yammer
Planner.
Leiðbeinandi: Hermann Jónsson.
Tími: 8. mars kl. 9:00-12:00.
Staður: Þekkingarsetrið á Húsavík.

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Outlook

Ekki láta Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Á þessu námskeiði munum við skoða hugmyndafræðina að vinna með tómt innhólf og hvernig við notum Outlook sem tímastjórnunartæki. Við skoðum hvernig pósta við eigum EKKI að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni.
Einnig munum við líta á eftirfarandi:
QuickSteps
Búa til reglur (Rules)
Calander stillingar
Social Contacts
Tasks
To Do list
Junk Mail stillingar
View stillingar
Leiðbeinandi: Hermann Jónasson.
Tími: 8. mars 14:00-15:30.
Staður: Þekkingarsetrið á Húsavík

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : RAI Nursing

Á námskeiðinu verður Rai nursing mælitækið kynnt. Tekin verða 2-3 dæmi á prófunarsjúklingum. Umræður. Sent verður kennslumyndband á þátttakendur.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum sem koma að RAI-mati.
Leiðbeinandi: Jóhanna Kristjánsdóttir.
Tími: 30. mars kl. 13:00-16:00.
Staður: Húsavík.

Skráning

Hamingja hlátur og gleði á vinnustað - D : Raufarhöfn

Er hægt að mæla hamingju og auka hamingju? Er hlátur heilsubót og er hægt að beita húmor til að efla tengsl og bæta starfsanda?
Allar manneskjur þrá hamingju. Ekki bara vilja flestir jarðarbúar njóta hamingju, heldur sýna rannsóknir að hamingjusamt fólk er orkumeira, duglegra, sveigjanlegra, þjáist síður af streitu og er dýrmætara heiminum.
Edda Björgvins hefur unnið með húmor og hlátur sem hamingjuaukandi afl, skrifað meistararitgerð um húmor í stjórnun og hefur nýverið lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði (HÍ) þar sem bættust við fjölmörg verkfæri í hamingju-skjóðuna.
Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman og gleðin styrkir ónæmiskerfið. Forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hlátur og hamingja auka lífsorku og bæta heilastarfsemi. Markmiðið með þessu námskeiði er að bæta líðan starfsfólks, gera góða vinnustaði enn betri og auka hamingju einstaklinga.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Edda Björgvinsdóttir
8.000 kr.
Raufarhöfn - 3. apríl / kl. 18:00 - 22:00
Skólahúsinu

Skráning

Hamingja hlátur og gleði á vinnustað - D : Húsavík

Er hægt að mæla hamingju og auka hamingju? Er hlátur heilsubót og er hægt að beita húmor til að efla tengsl og bæta starfsanda?
Allar manneskjur þrá hamingju. Ekki bara vilja flestir jarðarbúar njóta hamingju, heldur sýna rannsóknir að hamingjusamt fólk er orkumeira, duglegra, sveigjanlegra, þjáist síður af streitu og er dýrmætara heiminum.
Edda Björgvins hefur unnið með húmor og hlátur sem hamingjuaukandi afl, skrifað meistararitgerð um húmor í stjórnun og hefur nýverið lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði (HÍ) þar sem bættust við fjölmörg verkfæri í hamingju-skjóðuna.
Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman og gleðin styrkir ónæmiskerfið. Forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hlátur og hamingja auka lífsorku og bæta heilastarfsemi. Markmiðið með þessu námskeiði er að bæta líðan starfsfólks, gera góða vinnustaði enn betri og auka hamingju einstaklinga.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Edda Björgvinsdóttir
8.000 kr.
Húsavík - 4. apríl / 18:00 - 22:00
Þekkingarnet Þingeyina

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : ILS sérhæfð endurlífgun

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í endurlífgun sem meðlimur teymisins.
Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur sjaldan að endurlífgun en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. löggiltir sjúkraflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar.
Leiðbeinandi: Sjúkraflutningaskólinn.
Tími: 5. apríl kl 08:00- 16:00.
Staður: Húsavík.

Skráning

Albert eldar -Námskeið í ítalskri matarg : Húsavík

Ítölsk matarhefð á sér langa sögu og vaxandi áhugi er á ítölskum mat og matargerð hér á landi.
Á námskeiðinu verður fjallað um ítalska matargerð á fjölbreyttan hátt. Farið verður m.a. yfir borðsiði.
Þá verða eldaðir nokkrir ítalskir réttir frá grunni.
Námskeiðinu lýkur með því að þátttakendur borða saman.
Leiðbeinandi:
Albert Eiríksson sem heldur úti einu vinsælasta matarbloggi á Íslandi, alberteldar.com. Albert og Bergþór Pálsson maður hans eru einnig vel kunnir af rómuðum matarveislum sem þeir halda.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Albert Eiríksson
15.000 kr.
6. apríl / kl. 18:00 - 21:00
Húsavík /Borgarhólsskóli

Skráning

Víravirkisnámskeið : Seigla - Laugar

Á námskeiðinu er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum. Byrjendur byrja á að smíða einn hlut annað hvort blóm eða kross, og fara þannig í gegnum ferlið frá A-Ö. Efni í einn hlut er innifalið og gott er að koma með glósubók og penna.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Júlía Þrastardóttir
25.000 kr.
8. og 9. apríl / kl. 10:00 - 15:00

Skráning

Enska fyrir byrjendur : Enska fyrir ferðaþjónustubændur - Seigla Laugar

Hagnýtt enskunámskeið fyrir byrjendur, sérsniðið að þörfum ferðaþjónustubænda í Þingeyjarsveit. Aðaláherslan verður lögð á talmál og að þátttakendur nái tökum á grunnatriðum í ensku máli.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Anita Karin Guttesen
12.000 kr.
Hefst 18. apríl. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga / kl. 18:00 - 20:00.
Alls 6 skipti.

Skráning

Skyndihjálp : Húsavík

Húsavík / Þekkingasetur Þingeyinga
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast
öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því
að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Thomas Helmig
18.000 kr.
22. og 23. apríl / 10:00 - 16:00
Þekkingarnet Þingeyinga

Skráning

Körfugerðarnámskeið : Menntaetrið Þórshöfn

Þórshöfn / Menntasetur
Gerð verða 3-2 sýnishorn af körfum. Brauðkarfa úr flötum tágum og eggjakarfa. Uppistaða eru tveir hringir. Og ef tími er til þá læra nemendur að gera botn og setja uppistöður í eina körfu til viðbótar. Kennari kemur með allt efni. Nemendur þurfa að koma með hlífðarsvuntu, þetta er vinna með blautt efni og gott að hafa það í huga. Einnig er gott að grípa með sér handáburð og rósaklippur. Ef runnarnir hjá ykkur hafa ekki verið klipptir í haust þá megið þið klippa greinar. Hafið þær sem lengstar. Þurrka þær í viku eða lengur og leggja síðan í bleyti viku fyrir námskeiðið. Þá hafið þið hráefni til að gera hringi og ef til vill botna. Spilum þetta bara eftir hendinni. Að loknu námskeiði eiga nemendur að vera færir um að gera alls kyns körfur úr hráefni úr garðinum sínum.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
apríl
Margrét Baldursdóttir
18.500 kr.
22. apríl / kl. 09:30 - 18:00

Skráning

Þæfing : Seigla - Laugar

Kanntu að þæfa? Lærðu handtökin á einni kvöldstund í Seiglu hjá Inger Jensen sem hefur áralanga reynslu af þæfingu ullar. Allir fá að prófa að vinna lítið stykki og fá leiðbeiningar um góð vinnubrögð við þæfingu ullar. Góð ráð og hugmyndir til að vinna svo áfram með í opinni vinnustofu Seiglu 3x í viku.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Inger Jensen
3.000 kr.
24. apríl / 19:00 - 22:00

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Persónuleg uppbygging—markþjálfun

Á námskeiðinu verður aðferðafræði markþjálfunar kynnt og skoðað með þátttakendum hvernig nýta má markþjálfun til að aukinnar persónulegrar uppbyggingar. Í markþjálfun er gengið út frá því að hver einstaklingur sé sérfræðingurinn í eigin lífi og að svörin sem hann þarf á að halda til þess að ná árangri búi innra með honum. Markþjálfun er ætlað að stytta leiðina að tilteknu markmiði sem getur verið betri árangur í starfi, persónulegur vöxtur eða aukin lífsgæði. Markþjálfun er fyrir þá sem vilja horfast í augu við sjálfa sig, hvort sem það er til að bæta það sem þarf að bæta, velta upp nýjum möguleikum, fá stuðning í erfiðum ákvörðunum eða einfaldlega að gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir það sem vel er gert.
Leiðbeinendur: Ingunn Helga Bjarnadóttir og Kristín Björk Gunnarsdóttir.
Tími : 25. apríl kl. 13:00-16:00.
Staður: Húsavík

Skráning

Málað á postulín : Húsavík

Húsavík / Borgarhólsskóli
Þátttakendur læra grunnatriði postulínsmálunar, um efnin sem notuð eru og
blöndun þeirra. Þátttakendur mála á hluti undir leiðsögn leiðbeinanda sem síðan
eru brenndir í ofni.
Innifalið í námskeiðinu er einn hlutur til að mála, litir, aðgangur að penslum og á hjá leiðbeinandi
Fanney Gísladóttir
22.700 kr.
28. apríl / kl. 15:30 - 19:30
29. apríl / kl. 09:00 - 13:00
apríl

Skráning

Sætt án samviskubits : Seigla - Laugar

Farið yfir hvernig hægt er að gera sætindi, kökur og ís örlítið hollari. Leiðir kynntar til að sætindin hafi minni áhrif á blóðsykurinn, gefi næringu og dásamlegt bragð á tungu. Sýnikennsla þar sem þátttakendur geta spurt jafnóðum og fá auk þess að smakka allt sem gert er. Einnig fá þeir uppskriftablöð sem þeir geta skrifað inn á jafnóðum og notað þegar heim er komið.
Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar kennslustundir.
Kristín Kolbeinsdóttir frá Silva hráfæði
7.000 kr.
29. apríl / kl. 10:00 - 12:00

Skráning

Sushi : HSN Húsavík

Á námskeiðinu verðu kennd listin að útbúa sushi. Farið verður yfir hvernig á að
meðhöndla og sjóða hrísgrjónin og hvað þarf að hafa í huga við val á hráefni.
Þátttakendur læra að útbúa makirúllur og nigiri. Að lokum verður sushi borðað.
Námslok: Þátttakandi telst hafa lokið námskeiðinu hafi hann mætt í allar

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Líkamsbeiting - kyrrsetuhópur

Sjúkraþjálfarar munu heimsækja allar starfsstöðvar HSN og fara yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu hjá þeim sem þess óska. Þátttakendur fá sendan fyrirlestur um líkamsbeitingu áður en heimsóknin á sér stað. Um er að ræða tvo hópa, kyrrseta og umönnun (undir umönnun fellur líka hópurinn sem vinnur við ræstingar, eldhús o.s.frv). Fjallað verður um:
Kyrrsetuvinnu
Einhæfni og álagsvinnu
Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
Vinnustellingar
Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann
Leiðbeinandi: Hrefna Regína Gunnarsdóttir.
Tími: 2. vika maímánuðar.
Staður: Húsavík.

Skráning

Líkamsbeiting : HSN Húsavík

Líkamsbeiting
Sjúkraþjálfarar munu heimsækja allar starfsstöðvar HSN og fara yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu hjá þeim sem þess óska. Þátttakendur fá sendan fyrirlestur um líkamsbeitingu áður en heimsóknin á sér stað. Um er að ræða tvo hópa, kyrrseta og umönnun (undir umönnun fellur líka hópurinn sem vinnur við ræstingar, eldhús o.s.frv). Fjallað verður um:
Kyrrsetuvinnu
Einhæfni og álagsvinnu
Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
Vinnustellingar
Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann
Leiðbeinandi: Hrefna Regína Gunnarsdóttir.
Tími: 2. vika maímánuðar.
Staður: Húsavík

Skráning

Vinnuvélanámskeið : Frumnámskeið fyrir minni vinnuvélar - Húsavík

Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:
· Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni - J flokkur
· Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) - I flokkur
· Körfukrana og steypudælur - D flokkur
· Valtara - L flokkur
· Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag - M flokkur
· Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu - P flokkur
Námskeiðið er 29 tímar og kennt á þremur dögum, 24., 25. og 26. apríl alla jafna frá kl. 08:30 - 16:00. Námskeiðinu lýkur með skriflegu krossaprófi. Krafist er 100% tímasóknar til að ljúka námskeiðinu.
16 ára aldurstakmark.
Verð: 43.000 kr

Skráning

HSN-námskeið fyrir starfsfólk : Saga - skráning—skype-námskeið hópur 2

Saga - skráning—skype-námskeið:
Þetta námskeið er einungis ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Kynning á sjúkraskrárkerfinu Sögu. Farið verður yfir virkni kerfisins, upplýsingaleit, forsíðu sjúklings, samtengingar og nýjungar.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum og læknum á heilsugæslu.
Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir.
Tími og staður: Námskeiðin fara fram í gegnum skype.

Hópur 2: 12. maí 14:30-16:00.

Skráning

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142