Menu-2

Námsleiðir – lengri

Þekkingarnetið býður á hverju misseri upp á lengri námsleiðir fyrir fullorðið fólk. Þetta nám byggir mest á námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og gjarnan sett þannig upp að auðveldlega sé hægt að sinna því samhliða vinnu.  Þekkingarnet Þingeyinga hefur heimild til að bjóða og kenna allar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og eru nemendur hvattir til að leita til Þekkingarnetsins og ræða námsleiðir sem áhugi er á að fá kenndar heima í héraði.  Nánari upplýsingar um námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífins er að finna hér:  http://frae.is/namsskrar/

Að neðan eru þær námsleiðir sem í boði eru hverju sinni.  Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um námskeiðin með því að smella á “+” sem er hægra megin við nafn námskeiðs.

Haustmisseri 2015

Menntastoðir

Um námið:

Þekkingarnet Þingeyinga í samvinnu við Austurbrú munu bjóða upp á námsleiðina Menntastoðir á skólaárinu 2015-2016. Opið fyrir alla íbúa á starfssvæðum Þekkingarnetsins og Austurbrúar. Námið hefst með staðlotu laugardaginn 12. september og stendur yfir í 30 vikur. Þessi námsleið er tilvalin fyrir þá sem eru að hefja nám eftir hlé, hafa ekki lokið framhaldsskóla og vilja bæta færni sína. Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms. Kennsluhættir miðast við þarfir fullorðinna nemenda og er leitast við að veita nemendum góða og persónulega þjónustu. Boðið verður upp á námið í fjarnámi með stuttum staðlotum. Leitast verður við að nota einfaldar lausnir varðandi tæknimál sem gera að verkum að þú getir stundað námsið hvar og hvenær sem er. Námsleiðin veitir nemendum aðgang að háskólabrú / háskólagátt. Námsleiðin er 660 kennslustundir.

Helstu námsþættir: 

Íslenska, stærðfræði, enska, danska, námstækni, upplýsingatækni og sjálfsstyrking.

Kostnaður:

Stærstur hluti námskostnaðar er niðurgreiddur af Fræðslusjóði (á grunni kjarasamninga ASÍ/SA). Greiðsluhlutdeild nemenda er 128.000 kr. (Endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga niðurgreiða gjarnan stóran hluta þessa kostnaðar).

Nánari lýsing á námsleiðinni – námskrá

 

Skrifstofuskólinn

Um námið:

Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðal – lega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Kennt um allt starfssvæðið í fjarnámi. Þetta er okkar vinsælasta námsleið undanfarin ár og nú verður hún í fyrsta skipti kennd eingöngu í fjarnámi. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur þurfi að mæta í tíma í kennslustofu heldur nálgast nemandinn námsefnið frá kennurum alfarið í gegnum netið. Helstu námsþættir eru sjálfsstyrking og samskipti, námstækni, tölvu- og upplýsingaleikni, verslunarreikningur og bókhald, þjónusta og enska. Námsleiðin er 240 kennslustundir.

Helstu námsþættir: 

Sjálfsstyrking og samskipti, námstækni, tölvu- og upplýsingaleikni, verslunarreikningur og bókhald, þjónusta og enska.

Kostnaður:

Stærstur hluti námskostnaðar er niðurgreiddur af Fræðslusjóði (á grunni kjarasamninga ASÍ/SA). Greiðsluhlutdeild nemenda er 47.000 kr. (Endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga niðurgreiða gjarnan stóran hluta þessa kostnaðar).

Nánari lýsing á námsleiðinni – námskrá

Fagnám III- fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu - Þórshöfn

Um námið:

Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu er 198 kennslustundir af 230 kennslustunda námi sem þarf til að geta stundað nám á brú fyrir félagsliðanám. Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu skiptist í grunnnámskeið, sérnámskeið og valnámskeið, 66 kennslustundir hvert um sig. Námið er ætlað þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem á einkaheimilum eða stofnunum aðstoða skjólstæðinga sína við innkaup, þrif og persónulega umhirðu auk þess að veita skjólstæðingum sínum félagslegan stuðning og aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun.

Helstu námsþættir: 

Skyndihjálp, siðfræði, vinnuumhverfið, eftirlit-umönnun og aðstoði við skjólstæðinga, aðhlynning rúmliggjandi, ummönnun aldraðra, lyf og lyfjagjöf ofl.

Kostnaður:

Stærstur hluti námskostnaðar er niðurgreiddur af Fræðslusjóði (á grunni kjarasamninga ASÍ/SA). Greiðsluhlutdeild nemenda er 38.000 kr. (Endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga niðurgreiða gjarnan stóran hluta þessa kostnaðar).

Nánari lýsing á námsleiðinni – námskrá

Landnemaskóli - Kópaskeri

Um námið:

Kennsla fer fram á Kópaskeri. Í Landnemaskólanum er megináhersla lögð á nám í íslensku en einnig á að auka þekkingu námsmanna á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Leiðbeinendur leitast við að nýta þekkingu, færni og menningu hvers einstaklings. Fréttir, dægurmál og atvik úr lífi og starfi námsmanna eiga að njóta forgangs fram yfir hefðbundið námsefni. Námið fer fram að miklu leyti með umræðum og verkefnavinnu þar sem námsmenn afla sér upplýsinga á netinu, í fjölmiðlum og hjá stofnunum. Námsleiðin er 120 kennslustundir.

Helstu námsþættir: 

Íslenska, samfélagsfræði, tölvur, færnimappa, sjálfsstyrking og samskipti.

Kostnaður:

Stærstur hluti námskostnaðar er niðurgreiddur af Fræðslusjóði (á grunni kjarasamninga ASÍ/SA). Greiðsluhlutdeild nemenda er 23.000 kr. (Endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga niðurgreiða gjarnan stóran hluta þessa kostnaðar).

Nánari lýsing á námsleiðinni – námskrá

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142