Menu-2

HSN

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Námskeið haldin á Húsavík og annars staðar á starfssvæði HSN

 

Þjónandi leiðsögn – grunnnámskeið – öldrunarþjónusta

Leiðbeinendur: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir, Brynja Vignisdóttir

19. september: Blönduós kl. 8:15-12:15 og 13:00-17:00

19. október: Fjallabyggð kl. 8:15-12:15 og 13:00-17:00

 

RAI Homecare 

Kynning og kennsla á RAI Homecare mælitækinu.

Þátttakendur þurfa að kynna sér myndbönd og kennsluefni á vef Landlæknisembættisins áður en námskeiðin hefjast. Sjá nánar http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisthjonusta/rafraen-sjukraskra/innleiding-rai-mats-i-heimathjonustu/  

Námskeiðið er skyldunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í heimahjúkrun. 

25. september:  Akureyri kl. 9-15

27. september: Húsavík kl. 9-15

Kennari Eva Björg Guðmundsdóttir

 

Vinnustund 

Kynning og kennsla á Vinnustund. M.a. verður farið verður yfir eftirfarandi:

  • Hvernig starfsmaður skráir sig inn.
  • Hvernig starfsmaður leiðréttir tíma sína.
  • Hvernig starfsmaður óskar eftir orlofi.

Leiðbeinandi: Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri HSN

4. október: Skypenámskeið kl. 12:20-13:15

 

Sigraðu sjálfan þig

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Megintilgangur vinnustofunnar er að þátttakendur læri hvernig viðhorf þeirra hafa áhrif á hegðun og vinnumenningu, hvernig hægt er að velja sér viðhorf, tileinka sér umburðarlyndi og styrkja með því liðsheildina.

Efnistök: 

Sjálfstraust vs. Sjálfsvirðing 

• Þátttakendur læra að skilja hvernig sjálfstraust er birtingamynd sjálfsvirðingar og hvernig hægt er að efla sjálfstraustið með því að standa við litlu loforðin gangvart sjálfum sér.

Tilfinningagreind 

• Greind kemur þér í gengum skóla – tilfinningagreind kemur þér í gegnum lífið. Þátttakendur læra um lykilþætti tilfinningagreindar og hvernig hægt er að vinna markvisst í þeim þáttum í þeim tilgangi að efla bæði sjálfsþekkingargreind og samskiptagreind.

Heildarhugsun 

• Útskýrð eru lykilatriði heildarhugsunar og hvernig hægt er að beita heildarhugsun til að ná meiri og betri árangri í hverju því sem maður tekur sér fyrir hendur.

Leikvöllur samskipta 

• Farið er í mikilvægi þess að leikvöllur samskipta sé stækkaður á kostnað blinda og falda svæðisins, þess sem maður felur og ekki sér sjálfur. Því stærri sem leikvöllurinn er í samskiptum vinnufélaga, því betri verða tengslin og mórallinn á vinnustaðnum.

Leiðbeinandi: Ingvar Jónsson. 

Staðsetning og dagar:

10.október:  HSN Blönduósi 9:30- 11:30.

10. október: HSN Sauðárkróki 13:30- 15:30.

11.október: HSN Fjallabyggð 10- 12

11. október: SÍMEY Akureyri 14-16.

12.október: HSN Húsavík. 13- 15.

 

Saga hjúkrunarskráning og meðferðareining 

Ætlað hjúkrunarfræðingum. Nánari lýsing væntanleg!

Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir

Staðsetning og dagar: Námskeiðið sent út í skype í fundarsali HSN

16. október: Skypenámskeið kl. 14:00-16:00

 

Líknar og lífslokameðferð 

Ætlað hjúkrunarfræðingum og læknum. Nánari lýsing væntanleg!

17. október: Húsavík kl. 10:30-15:30

18. október: Sauðárkrókur kl. 10:30-15:30

 

Starfslokanámskeið

Nánari lýsing væntanleg!

Leiðbeinendur – ýmsir

30.-31. október: Sauðárkrókur

 

 

Gæðahandbók og innri vefur

Farið verður yfir uppbyggingu gæðahandbókar HSN. Starfsmönnum verður kennt hvernig hægt er að nálgast útgefin skjöl. Einnig verður farið yfir samþykktar og rýniferli vinnuskjala.

Farið verður yfir uppbyggingu innri síðu HSN. Meðal markmiða námskeiðs er að starfsmenn viti;

· Hvar er hægt að nálgast rafræn eyðublöð og hvernig þau skulu útfyllt.

· Hvernig er hægt að fletta upp tengiliðs upplýsingum um samstarfsmenn.

· Hvar er hægt að nálgast fundargerðir nefnda og ráða.

· Hvar eru upplýsingar um viðburði hjá HSN.
Leiðbeinandi: Axel Björgvin Höskuldsson, forstöðumaður upplýsingatæknimála

Staðsetning og dagar: Námskeiðið sent út í skype í fundarsali HSN

13. nóvember. Skypenámskeið kl. 12.20-13.20

4. desember.  Skypenámskeið kl. 15:00-16:00

 

Click Sense

Nánari lýsing væntanleg!

15. nóvember: Akureyri kl. 8:30-12:00 – hjúkrunarfræðingar

15. nóvember: Akureyri og í gegnum Skype kl. 12:30-16:00 – læknar

 

 

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142 | Mývatnssveit - sími 464-5130