Menu-2

HSN

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Námskeið haldin á Húsavík og annars staðar á starfssvæði HSN

 

interRAI-mat

Heildrænt hjúkrunarheimilismat – InterRAI MDS 2.0 mat

Metur heilsufar, færni og hjúkrunarþarfir einstaklinga sem búa á öldrunarstofnunum

Staðasetning: Húsavík og Sauðárkrókur

Kennari: Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala
og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Forsendur fyrir þátttöku:

Fyrir námskeiðið þurfa þátttakendur að hafa horft á sjö stutt kennslumyndbönd um Heildrænt hjúkrunarheimilismat á heimasíðu Embættis landlæknis (slóð: https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisthjonusta/rafraen-sjukraskra/heildraent-hjukrunarheimilismat/). Þeir sem ekki ná að horfa á myndböndin eru beðnir að koma ekki á vinnusmiðjuna því þeir munu ekki geta nýtt sér þær. Hvert kennslumyndband er frá 3-17 mínútur og samtals eru myndböndin 80 mínútur.

Dagskrá:

10:00-10:40       Vinnusmiðja um interRAI-mat (Efni: Þátttakendur fá sögur af öldruðum einstaklingum og gera mat í 2-3 manna hópum. Síðan er farið yfir hvað eru rétt svör og vafamál rædd.)

10:50-11:30        Vinnusmiðja um interRAI-mat

11:40-12:20        Undirstaða interRAI-mats, tímamælingar, RUG flokkunarkerfi, þyngdarstuðull og greiðslur til hjúkrunarheimila. (Efni: Farið er yfir grunnin að mælitækinu, af hverju passar það fyrir okkur á Íslandi, hvað liggur á bakvið þyngdarflokkana og þyngdarstuðulinn, kostir og gallar. Hvaða gagn er af þvi að tengja RAI við greiðslur til hjúkrunarheimili, kostir og gallar.)

12:20-13:00       Hádegishlé

13:00-13:40       Gæðavísar og mælingar í hjúkrun (Efni: Hvernig eru gæðavísar reiknaðir út og hvernig er grunnurinn að gæðaviðmiðunum. Er gagn af gæðavísum erlendis og á Íslandi.)

13:50-14:30        Gæðavísar og umbótastarf á hjúkrunarheimilum (Efni: hvernig fer maður að því að vinna umbótavinnu með gæðavísum og meðferðarleiðbeiningum á hjúkrunarheimilum. Hefur það borið einhvern árangur hjá öðrum? Hvernig skipuleggur maður svoleiðis vinnu?)

14:30-14:45        Kaffihlé

14:45-15:30        Meðferðarleiðbeiningar fyrir viðfangsefni í RAI-mati (Efni: Hvað er á bakvið viðfangsefnin og hvernig notar maður meðferðarleiðbeiningarnar? Umræður og samantekt)

Jóga fyrir byrjendur

Kundalini jóga er oft kallað jóga vitundar. Það er kraftmikið og skjótvirkt og hentar því vel nútíma manneskjunni. Markvisst er unnið að því koma jafnvægi á innkirtlastarfsemi, styrkja taugakerfið, efla styrk og úthald, andlega sem og líkamlega. Unnið er með öndun, líkamsstöður, orkugefandi æfingar, möntrur, slökun og hugleiðslu. Gott er klæðast þægilegum fatnaði, hafa með sér teppi í tímann og púða til að sitja á.

Um er að ræða tvö námskeið – annað þann 20. mars og hitt þann 21. mars. Á námskeiðinu fá þátttakendur stutta kynningu á kundalini jóga og í kjölfar kynningarinnar er jógatími til prufu. Þátttakendur á námskeiðinu fá að auki að lokinni kynningu tvo jógatíma hver á kundalininámskeiði hjá leiðbeinanda.

Leiðbeinandi: Huld Hafliðadóttir

Hópur 1: 20. mars kl. 10:00-12:00

Hópur 2: 21. mars kl. 16:30-18:30

Staður. HSN/Þekkingarnet Þingeyinga

 

Gæðahandbók og innri vefur – Skype námskeið

Farið verður yfir uppbyggingu gæðahandbókar HSN. Starfsmönnum verður kennt hvernig hægt er að nálgast útgefin skjöl. Einnig verður farið yfir samþykktar og rýniferli vinnuskjala.

Farið verður yfir uppbyggingu innri síðu HSN. Meðal markmiða námskeiðs er að starfsmenn viti;

 • Hvar er hægt að nálgast rafræn eyðublöð og hvernig þau skulu útfyllt.
 • Hvernig er hægt að fletta upp tengiliðs upplýsingum um samstarfsmenn.
 • Hvar er hægt að nálgast fundargerðir nefnda og ráða.
 • Hvar eru upplýsingar um viðburði hjá HSN.

Leiðbeinandi: Axel Björgvin Höskuldsson, forstöðumaður upplýsingatæknimála

Dagur, tími, 17. apríl kl. 15.00-16.00

ILS – 25. apríl

ATH skráningu lýkur 28. mars

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í endurlífgun sem meðlimur teymisins.

Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur sjaldan að endurlífgun en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. löggiltir sjúkraflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar.

Haldin verða tvö námskeið eitt á Akureyri og annað á Húsavík.

Leiðbeinandi: Frá sjúkraflutningaskólanum.

Dagar, tími og staður: 

23. apríl Akureyri kl. 08:00-16:00

25. apríl Húsavík kl. 08:00-16:00

OneNote – Skype námskeið

Námskeið um hvernig er hægt að nota OneNote heldur utan um verkefni og skjöl sem tengjast verkefnunum.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson, sérfræðingur í Microsoft.

Dagur og tími: 8. maí kl. 13:00-14:30

Office 365 Share Point -Skype námskeið

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson

Dagur og tími: 8. maí kl. 14:30-16:00

Hafðu áhrif á eigið líf !!

Fyrirlestur og verkefni út frá þessum vangaveltum:

 • Hvaða er farsæld og vellíðan í starfi og hvernig get ég eflt hana?
 • Synda fiskar alltaf með straumnum?
 • Hverju veitum við athygli?
 • Hvað eru möguleikar og val?
 • Púff … markmið… Er eitthvað vit í þeim?
 • Hvernig virkar markþjálfun?

Verkefnin eru einstaklings miðuð og enginn kvöð að tjá sig umfram það sem hver vill í umræðum J

Ávinningur:

 • Aukin meðvitund um eigið ágæti og möguleika.
 • Fróðleikur, hvatning og vonandi stöku bros J

Umsagnir frá fyrri fyrirlestrum:

 • Flott skipulagður fyrirlestur. Svo einlæg og smitandi.
 • Mjög fróðlegt að hlusta. Kveiktir í mér og gafst mikið af þér.
 • Tek með mér hugmyndir og von til að breyta.
 • Gaman og hvetjandi að heyra um þína reynslu og breyskleika

Leiðbeinandi: Sigríður Ólafsdóttir

T’imi og staður: 10. maí kl. 13:00-16:00 Húsavík

Viðverusamtalið – stjórnendur

Á þessu námskeiði verður farið yfir leiðir sem auðvelda stjórnendum að takast faglega á við þetta verkefni og verður m.a. farið yfir hvaða spurninga má spyrja og hvernig best er að bera sig að. Um er að ræða verkfæri sem er liður í stefnu vinnustaðarins varðandi velferð og fjarvistir. Verkfærið nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnastarf á vinnustöðum.

Markmiðið með samtalinu er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Stjórnandi þarf að vita hverju þarf að breyta og ná samkomulagi við starfsmanninn um hvernig breytingarnar eiga sér stað. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni,

vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti o.fl. sem geta haft áhrif á líðan hans.

Tilgangur viðverusamtals:

 • Draga úr fjarveru
 • Finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á
 • Breyta menningu á vinnustað varðandi fjarvistir
 • Að á vinnustað sé gætt jafnræðis meðal alls starfsfólks

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Dagur og tími: 15. maí 2018, Kl. 13:00-16:00.

Staðsetning: Hjá SÍMEY á Akureyri

Svefn og svefnvenjur

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum mun sjá um kennslu á námskeiðinu Betri svefn – grunnstoð heilsu. Á þessu námskeiði verður farið yfir mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu, dægursveiflu og líkamsklukkuna, hversu mikið við þurfum að sofa, áhrif þess að sofa of lítið eða og mikið og fjallað um algengustu svefnvandamálin og hvernig bregðast má við þeim. Sérstök áhersla verður á svefn hjá vaktavinnufólki og gefin ráð sem geta gagnast vaktavinnufólki til þess að bæta sínar svefnvenjur.

Leiðbeinandi: Dr. Erla Björnsdóttir

Tími og staður:

14. maí kl. 13-16 – Sauðárkrókur

15. maí kl. 13-16 – Húsavík

Vinnustund

Kynning og kennsla á Vinnustund. M.a. verður farið verður yfir eftirfarandi:

 • Hvernig starfsmaður skráir sig inn.
 • Hvernig starfsmaður leiðréttir tíma sína.
 • Hvernig starfsmaður óskar eftir orlofi.

Leiðbeinandi: Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri HSN

Dagar, tími og staðir:

17. maí kl. 12.15-13.00 Húsavík

21. maí kl. 12.15-13.00 SKYPE

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142