Menu-2

HSN

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Námskeið haldin á Húsavík og á svæði HSN

 

Starfsmannasamtöl – fyrir starfsfólk 

Starfsmannasamtal fer fram a.m.k. einu sinni á ári. Þá setjast stjórnandi og starfsmaður niður til að ræða frammistöðu með skipulögðum hætti. Í samtalinu er m.a. rætt um verkefna- og ábyrgðarsvið starfsmanns, frammistöðu hans, líðan á vinnustað, starfsánægju, stjórnun, samskipti, markmið og hvaðeina annað sem þeir telja að þurfi að ræða. Í samtalinu gefst einnig færi á að skilgreina fræðsluþarfir starfsmanns á komandi tímabili ásamt óskum um starfsþróun. Starfsmannasamtalið er tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigin starf og starfsþróun.

Starfsmannasamtalinu er ekki ætlað að koma í stað reglulegrar endurgjafar eða umræðna um málefni líðandi stundar. Það á að vera uppbyggilegt og opinskátt. Sé það framkvæmt á faglegan hátt bætir það sambandið milli stjórnanda og starfsmannsins og er hvetjandi á báða bóga. Á námskeiðinu er rætt um framkvæmd, ástæður og ávinningur starfsmannatalsins. Farið er í undirbúning undir eigið starfsmannasamtal.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman

Tími: 16. janúar kl. 14:00-16:00

Staðsetning: Fer fram á Skype

 

Gæðahandbók og innri vefur

Farið verður yfir uppbyggingu gæðahandbókar HSN. Starfsmönnum verður kennt hvernig hægt er að nálgast útgefin skjöl. Einnig verður farið yfir samþykktar og rýniferli vinnuskjala.

Farið verður yfir uppbyggingu innri síðu HSN. Meðal markmiða námskeiðs er að starfsmenn viti;

· Hvar er hægt að nálgast rafræn eyðublöð og hvernig þau skulu útfyllt.

· Hvernig er hægt að fletta upp tengiliðs upplýsingum um samstarfsmenn.

· Hvar er hægt að nálgast fundargerðir nefnda og ráða.

· Hvar eru upplýsingar um viðburði hjá HSN.

Leiðbeinandi: Axel Björgvin Höskuldsson, forstöðumaður upplýsingatæknimála

Tími: 30 janúar kl. 15:00-16:00 og 17. apríl kl. 15:00-16:00

Staður: Fer fram á Skype

Dagur launaseðils

Leiðbeinandi: Þórhallur Harðarson

Tími: 1. febrúar kl. 12:15-13:00

Staður: Fer fram á Skype

Þjónandi leiðsögn – leiðbeinendanámskeið – öldrunarþjónusta 

Námskeiðið er 4*7 tímar þ.e. 28 klukkutímar, þ.e. fjórir heilir dagar kenndir á fjórum mismunandi stöðum og allir leiðbeinendur/mentorar frá HSN munu sækja þessa fjóra daga.

Farið verður í hugmyndafræðina sjálfa, bakgrunn og aðferðir. Unnið verður sérstaklega vel með hlutverk leiðbeinenda/mentora. Þátttakendur munu vinna verkefni bæði einstaklings og hópverkefni. Lögð er áhersla á að efla þátttakendur í því að takast á við krefjandi og erfiðar aðstæður.

Eftir hvert skipti munu þátttakendur fá verkefni með sér til að vinna á sínum vinnustað.

Í lok námskeiðs hafa þátttakendur fengið þjálfun í hugmyndafræði og aðferðum þjónandi leiðsagnar og öðlast þá þekkingu að geta tekið að sér handleiðslu einstaklinga eða hópa starfsmanna.

Leiðbeinendur: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir og Brynja Vignisdóttir

Tími: 6. febrúar, kl. 8:30-15:30

Staður: Húsavík

 

Office 365

Á þessu námskeiði verðu kennt á Office 365, skýjalausnina frá Microsoft og verða eftirtaldir þættir skoðaðir. Office 365 almennt, OneDrive for business og Outlook Web App.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson

Tími: 7. febrúar kl. 13:00-14:30

Staður: Fer fram á Skype

One Note

Námskeið um hvernig er hægt að nota OneNote heldur utan um verkefni og skjöl sem tengjast verkefnunum.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson

Tími: 7. febrúar kl. 14:30-16:00

Staður: Fer fram á Skype

Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustað

„Hvað er einelti og kynferðisleg áreitni? Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015 eru kynnt.

Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni? Ennfremur er fjallað um mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum komi þau upp og hvernig koma má í veg fyrir að þau endurtaki sig.“

Leiðbeinandi: Vinnueftirlitið

Tími: 8. febrúar 2018 kl. 13:00-14:00

Staðsetning: Hjá SÍMEY og á Skype

 

Skyndihjálp – 4 tíma námskeið 

Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.

Kynning: Hvað er skyndihjálp?

Undirstöðuatriði: Streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð: Að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp: Stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.

Leiðbeinendur: Björgvin Árnason – Húsavík

Tími: Húsavík 13. feb. kl. 12:00-16:00

Staður: Þekkingarnet Þingeyinga

 

Skyndihjálp—12 klst.  

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp s.s. almenning, sjálfboðaliða í skyndihjálparhópum Rauða krossins og nemendur sem fá einingu fyrir að taka skyndihjálparnámskeið.

Markmið: Að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka.

Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskota hlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar.
Skyndihjálp framhald; nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.

(Lýsing fengin af vef RKÍ www.skyndihjalp.is)

Leiðbeinandi: Björgvin Árnason – Húsavík

Tími: 14. og 15. feb. kl. 8:00-15:00

Staður: Þekkingarnet Þingeyinga

 

Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar

Í Lýðheilsustefnu Velferðaráðuneytis frá sept. 2016  kemur fram  að unnið skuli að því að námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verði kennt reglulega í öllum heilbrigðisumdæmum með því að sjá fagfólki í ung- og smábarnavernd og mæðravernd fyrir endurmenntun um efnið.

Á Leiðbeinendanámskeiðinu eru kynntar aðferðir og hugmyndafræði Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar og farið rækilega í skipulag, framkvæmd og innihald samnefndra foreldranámskeiða. Rík áhersla er lögð á notkun jákvæðra aðferða í uppeldi, á gildi fyrirmynda, markvissa kennslu æskilegrar hegðunar og nauðsyn fyrirhyggju, skipulags og samkvæmni uppalenda. Á Leiðbeinendanámskeiðinu er einnig fjallað um uppeldi og uppeldisráðgjöf almennt og farið í hagnýtt efni sem miðar að því að auka færni þátttakenda í að veita árangursríka ráðgjöf um uppeldi bæði til foreldra og starfsfólks í uppeldisstörfum.

Þátttaka á námskeiðinu veitir réttindi til að verða leiðbeinandi á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra og að nota öll þar til gerð námskeiðsgögn.

Leiðbeinendur: Gyða Haraldsdóttir og Lone Jenssen frá Þroska og hegðunarstöð.

Tími: 20. og 21. febrúar kl. 9.00-15.00

Staður: Hjá SÍMEY Akureyri

 

 

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142