Menu-2

HSN

Námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Námskeið haldin á Húsavík

Sérfæði á sjúkrahúsum

Elín Sigurborg Harðardóttir

25. okt. og 22. nóv kl. 13:30-16:00

Opið öllum en starfsfólk í eldhúsi, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar  og almennir starfsmenn eru sérstaklega hvattir til þátttöku.

Kynning á “Handbók fyrir starfsfólk um fæði á sjúkrahúsum HSN” og farið yfir þær sérfæðistegundir sem í boði hafa verið á HSN Húsavík (Heilbrigðisstofnun Þingeyinga) til fjölda ára. Sumar þessarra sérfæðisgerða er jú verið að nota á öðrum sjúkrahúsum HSN, en e.t.v. myndu fleiri sérfæðisgerðir nýtast einnig. Farið verður yfir hvert sérfæði m.t.t. hvað það er, fyrir hverja (hvaða sjúklingahópa), áherslur í fæðuvali og e.t.v. markmið fæðismeðferðar þegar á við.

 

Sætt án samviskubits

Kristín Kolbeinsdóttir

8. desember kl. 16:30-19:30

Opið öllu starfsfólki HSN.

Á þessu námskeiði er kennt hvernig hægt er að gera sætindi, kökur og ís í hollari kantinum. Leitast er við að gera sætindin þannig að þau hafi sem minnst áhrif á blóð sykurinn, gefi næringu og dásamlegt bragð á tungu. Þetta hentar vel þeim sem eru með alls kyns ofnæmi eins og fyrir eggjum-mjólk eða glúteini.

 

Þetta hentar yfirleitt ekki þeim sem hafa ofnæmi fyrir hnetum og möndlum en þó eru ýmsar grunnuppskriftir þar sem hægt er að skipta út möndlum og hnetum.

Fólki með bráðaofnæmi fyrir hnetum og möndlum er ráðlagt að koma ekki þar sem þær eru notaðar í þónokkru magni.

Sýnikennsla þar sem þátttakendur geta spurt jafnóðum og fá auk þess að smakka allt sem gert er. Einnig fá þeir uppskriftablöð sem þeir geta skrifað inn á jafnóðum og notað þegar heim er komið.

 

Námskeið haldin í fjarfundi

Jákvæð sálfræði – Hópur II - 9. og 16. nóv.

Auður Friðriksdóttir

Karen Júlía Sigurðardóttir

9. og 16. nóvember—Seinni hópur

Opið námskeið, allir velkomnir.

 

Námskeiðið er fjarkennt frá Akureyri á allar starfsstöðvar HSN

Jákvæð sálfræði

Tilfinningar

Að bera kennsl á eigin tilfinningar

Jákvæðar tilfinningar og seigla (e. resilience

Áhrif jákvæðra tilfinninga á heilsu og líðan

Áhrif jákvæðra tilfinninga á ónæmiskerfið og sem vörn gegn streitu.

Hugarfar

Áhrif hugsana á tilfinningar og líðan.

Helstu einkenni streitu

Leiðir til þess að vinna með streitu

Greining á eigin styrkleikum og innsýn í hvernig greina megi styrkleika annarra

Styrkleikar og styrkleikagreining

Leiðir til að auka vellíðan í einkalífi og starfi.

Núvitund.

Samkennd gagnvart sjálfum sér og öðrum

Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum, verkefnum og umræðum.

 

 

Námskeið haldin annars staðar á starfssvæði HSN

Sérfæði á sjúkrahúsum

 • 29. sept. – Sauðárkrókur
 • 6. okt. – Blönduós
 • 13. okt. – Fjallabyggð

 

Saga skráning

 • 17. okt. Sauðárkrókur
 • 14. nóv. Fjallabyggð
 • 21. nóv. Blönduós

 

Skype for Buisness

 • 11. okt. Sauðárkrókur
 • 13. okt. Akureyri

Outlook

 • 11. okt. Sauðárkrókur
 • 13. okt. Akureyri

Office 365 – Sharepoint – One drive

 • 11. okt. Sauðárkrókur
 • 13. okt. Akureyri

Sætt án samviskubits

 • 30. nóv. Sauðárkrókur
 • 2. des. Fjallabyggð
 • 5. des. Dalvík
 • 6. des. Akureyri
 • 7. des. Blönduós

Húsavík - sími: 464 5100 | Þórshöfn - sími: 464 5142